Leiðbeiningar


Leiðbeiningar


  1. Settu fingurnar á lyklana sem eru blálitaðir í myndinni. Þessi staða fingurgómanna er grunnstaðan fyrir fingrasetningu á talnaborði, en út frá henni er hægt að slá á alla aðra lykla.
  2. Hver fingur slær á þá lykla sem eru á ská fyrir ofan og neðan. Til dæmis, slær fingurinn sem hvílir á D lykli einnig á E og C. Fingurnir sem hvíla á F og J sjá einnig um lyklana til hliðar, t.d. sér F fingurinn um R og V en líka um T, G og B.
  3. Grunnstöðu fingrasetningar er auðvelt að finna án þess að líta á lyklaborðið með því að þreifa eftir upphækkununum á F og J lyklunum (prófaðu að snerta þessa lykla til að finna fyrir þeim...). Neðan við textareitinn getur þú séð hvaða fingur á að nota og ef um ásláttarvillu er að ræða sýnir myndin á hvað skal slá til að forðast villu.
  4. Til að byrja með, eða þangað til í æfingu 14, munum við læra fingrasetningu með því að nota merkingarlausar runur af stöfum. Það er gert til að æfa að halda sig við grunnstöðuna þegar hinir ýmsu stafir og tákn eru rituð. Seinna munum við færa okkur yfir í læsilegan texta. Það er mikilvægt að muna að æfingar með læsilegan texta eru skilyrði fyrir því að þú náir árangri.
  5. Læsilega texta er hægt að afrita af vefsíðu eða úr skjali. Textann ætti að afrita og líma í textareitinn (með því að velja textann og hægrismella á hann með músinni). Þú getur líka notað æfingu 15 sem inniheldur læsilegan texta.
  6. Eftir að við höfum lært að skrifa texta með fingrasetningu er gagnlegt að mæla innsláttarhraðann. Þessi valkostur gefur nákvæma mælingu á hraðanum. Athugaðu að innsláttarhraði er mældur í orðum á mínútu.

Norsk tastatur

keyboard